Ég ætla byrja á því að biðjast afsökunar á því ef að nafnið hans er vitlaust skrifað, annars gæti mér ekki staðið meira á sama. En það er hitt, er þetta eitthvað sanngjarnt? Mér finnst það ekki!

Fyrst var þetta eitthvað svona þegar ég heyri af þessu máli, þá var ég á því að hann ætti að fá að koma til landsinns, og mér fannst það í lagi. Góðu lagi, en þegar kemur að ríkisborgararéttinum. Hvað hefur þessi maður gert til að vinna sér inn fyrir honum? Ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér, og sumir hafa svarað mér að hann hafi þurft á þessu að halda, hafi verið bágstaddur.

Önnur allra bestu vinkona mín, systir hennar býr núna heima hjá henni með börnin sín 3. Hversvegna? Vegna þess að henni er neitað um að fá ríkisborgararétt hér heima. Hún bjó í Bandaríkjunum, án ríkisborgararéttar, í 7 ár eða svo. Og nú er henni neitað um íslenskan ríkisborgararétt. Hún er einstæð móður með 3 börn, fædd og uppalin á íslandi, búin að missa manninn sinn og svo kemur hún hingað heim til landsinns með þrjú lítil börn. En þá kemur í ljós að hún hefur misst ríkisborgararéttinn, þrátt fyrir að hafa aðeins verið með græna kortið, ekki Amerískur ríkisborgari, og fær þessvegna engar bætur og ekki neitt. Þetta finnst mér ekki sanngjarnt…! Er einhver hér, einhver, sem er fær um að segja mér útaf hverju þessi mismunun er gerð? Mér finnst það ætti frekar að gefa henni, konu í hennar aðstæðum, gegnheilum íslendingi, ríkisborgararétt heldur en Ameríkana sem á engin tengsl við landið.