http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1126738

Skv. þessari frétt vill ítalskur kynlífsfræðingur að nafni Piero Lorenzoni meina að hann geti séð persónuleika útfrá lögun brjósta kvenna.

Fyrir utan það hvað þetta er mikið kjaftæði, þá getur þetta stofnað samböndum í hættu ef fólk trúir þessu.

“Konur með ?perulaga? brjóst ?elska ástina í öllum sínum myndum?, segir Lorenzoni. Þær séu oft trúaðar, en viðbúið sé að þær haldi framhjá.”

Á maður að hætta með konunni sinni útafþví að hún er með perulaga brjóst og þessvegna gæti hún haldið framhjá manni?

Í alvörunni, má þetta? Hvernig er hægt að leyfa manni sem ber raunverulegt starfsheiti, að halda svona kjaftæði fram, alls órökstuddu?

(Og er hann ekki bara einhver perri sem hefur fundið út snilldarlega leið til að geta þuklað á brjóstum giftra kvenna? ;) )