Ég er ekki alveg að botna kanastjórn núna (ekki í fyrsta skiptið og ekki það síðasta)… Undanfarið hefur það mikið verið í sviðsljósinu að Íranar geti hugsanlega farið að framleiða kjarnorkuvopn og að kanar telji að það sé ekki fráleitt að þeir ráðist inn í Íran.
En afhverju í fjandanum eru þeir þá ekki búnir að ráðast inn í N-Kóreu?

*Kim Jong Il & co segjast búa yfir kjarnorkuvopnum og segja að þeir séu viljugir til þess að selja þau.
*N-Kórea er á topp 3 listanum yfir “Axis of Evil”.. líklegast efst.
*Meirihluti N-Kóresku þjóðarinnar lifir við skelfileg lífskjör, undir hungurmörkum, er stjórnað af voðalega vondum og geðveikum harðstjóra og svona má lengi telja. (Ættu kanar ekki að hafa farið þarna fyrir löngu og fært N-Kóreu frelsi, lýðræði, McDonalds og blablablabla rétt eins og þeir gerðu í Írak?)
*Samkvæmt þessu fer held ég ekki á milli mála að heimurinn væri mun öruggari ef hann væri laus við Kim Jong Il í staðin fyrir Saddam…

Aftur á móti… er engin Olía sem kanar geta hirt frá N-Kóreu… sem spilar líklega rosalega inn í, sbr samsæriskenningu fabiliusar
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=1962283

Endilega leiðréttið mig ef ég er að rugla… og djöfull hata ég þessa kanahræsnara og er ekki að botna þá hugara sem virðast styðja þá í þessum málefnum!
______________________