Mikið hefur verið rætt um að engin samkeppni sé á milli olíufélaganna en ég spyr á móti: Hvað með GSM-fyrirtækin?
Það virðast allir sætta sig við það gríðarlega okur sem GSM-notendur búa við. Er það eðlilegt að mínútan í GSM-sambandi kosti allt að 20 sinnum meira en mínútan í sambandi milli heimasíma? Varla er viðhaldið á GSM-sendum svona miklu kostnaðarsamara en viðgerðir á línum? Og hvað með notendafjöldann? Nær hver einasti maður yfir fermingaraldri er GSM-notandi á meðan heimasímar eru jú - einn á hverju heimili.