Vegalengdir
              
              
              
              Um daginn átti ég leið til til Húsavíkur. Þegar ég ók út frá Akureyri sá ég á skilti að það voru sagðir 236 km. til Þórshafnar.  Mig minnti að Öxarfjarðarheiðin væri sumarvegur og vetrarleiðin til Þórshafnar væri rúmir 300 km.  Ég hringdi ´ví í vegagerðina og spurði hvort Öxarfjarðarheiðin væri fær, nei var svarið hún er bara sumarvegur, en samt er vegalengdin gefin upp á skiltinu og í upplýsingum Vegargerðarinnar miðað við sumarveginn.  Ég spurði þá um leiðina milli Egilsstaða og Reykjavíkur og fékk uppgefið hvað hún væri í kílómetrum.  Þá spurði ég hvort væri miðað vioð veginn um Öxi, nei var svarið það væri bara sumarvegur.  Mér er óskiljanlegt hvers vegna sumir sumarvegir eru inni á upplýsinganeti Vegagerðarinnar en önnur ekki.  Getur einhver frætt mig um af hverju svona er?