Mér datt í hug að benda á síðuna sem miðil þar sem fólki gefst kostur á að leggja af mörkum til hjálparstarfs í Asíu, sem og annar staðar í heiminum. Það er ekki flóknara en svo að þið smellið einu sinni músinni.
Þessi síða er búin að vera uppi í mörg ár, minnir það séu að verða sex ár síðan ég tók eftir henni fyrst. Neðar á síðunni eru svo tenglar inná aðrar sem byggja á sömu reglu, þ.e. maður smellir músinni, og eru allar til stuðnings hinum og þessum málefnum sem öll eiga rétt á sér.
Þetta er ágætis síða að hafa sem start síðu í vafranum fyrir okkur sem höngum fyrir framan tölvurnar lon og don. Það tekur mig um 30 sekúndur að smella í gegnum þessar 6 síður og þó ég bjargi kannski ekki heiminum einn míns liðs þá er þetta í það minnsta minn prívat og persónulegi dropi í hafið.