Jæja þá er ballið byrjað aftur og umræða var um netfrelsið í Íslandi í dag þar sem Hreinn Beck talsmaður Netfrelsis á Íslandi og Hallgrímur Kristinsson framkvæmdastjóri SMÁÍS voru að ræða málin. Mér fannst Hreinn koma mjög vel fram og greinilega maður sem er með eitthvað í kollinum, en svo er önnur saga með hann Hallgrím “vin” okkar. Hallgrímur kom að mínu mati mjög illa út í þessari umræða, vegna þess að hann var sífellt að væla yfir því að hann þekki ekki málið eða að hann hafi ekki lagalegaþekkingu um höfundaréttarlögin! Af hverju er hann þá talsmaður listamanna, sem eiga höfundarrétt á efni sem verið deila um allt netið, ef hann veit svo ekkert um þessi höfundarréttarlög? Samt var hann að vitna í þau í umræðunni.

Allavega langaði mig bara til þess að vita ykkar álit á þessari umræðu. Við unnum allavega þessa orrustu því það er klárlega verið að ráðast á okkur. En SMÁÍS mætti nú fara pæla aðeins í hverjum þeir henda í svona viðtal þar sem tugir þúsunda horfa á.

Ásgeir H.