Alþingi samþykkti í kvöld lagafrumvarp um að áfengisgjald á sterku víni hækki um 7% og tóbaksgjald hækki einnig um 7%. Áfengisgjald af léttu víni og bjór hækkar ekki. Reikna má með að smásöluverð á sterku víni hækki um u.þ.b. 5,6% og verð á tóbaki um 3,7% að jafnaði. Tekjuauki ríkissjóðs vegna þessara hækkana nemur allt að 340 milljónum króna á ársgrundvelli og áætluð áhrif á vísitölu neysluverðs eru talin verða um 0,08%. (tekið af mbl.is)