Ég hef komist að því að fólk sem að heldur því fram að það sé fordómalaus sé í rauninni fordómafyllsta fólkið. Það er það þraungsýnt að það getur ekki tekið á sínum fordómum/hræðslu/fávisku og horfst í augu við það sem það er.

Hérna er ég með smá spurningu handa ykkur sem eruð allveg fordómalaus

Hvernig litist ykkur á ef að systir/dóttir ykkar væri 18 ára og kæmi heim með kærasta sem að væri hér í námi. Þau eru í 6 ár saman, hann búinn að setjast hér að og þau ákveða að giftast. Nú eru þau búin að vera saman í 8 ár og hún segir þér að þau ætli að flytja til Saudi-Arabíu. Vitandi það hvernig kvennréttindi eru í þessum löndum og stríðsástandið er á þessu svæði, hvernig myndi þér líða?

Ef þú svara illa, værir með áhyggjur þá ertu með fordóma.