Það sem hefur verið efst á baugi upp á síðkastið er þetta blessaða samráð olíufélagana.
það hefur verið mér einum lagið að benda á kaldhæðnislegar hliðar hvers máls og hyggst að gera slíkt hiðsama með þetta mál.
það sem hefur gengið eins og eldur í synu um veraldarvef okkar íslendinga er tölvupóstur sem ber heitið: Refsum olíufélugunum.
Þar er hveðið á um að við íslendingar ættum að bara kaupa bensín hjá þeim og kaupa ekkert annað sem er selt á sölustöðum olíufélagana, eins og pulsur, smokka og aðrar þvíumlíkar nauðsynjar.
Það sem mér hefur best dottið í hug að muni gerast í þessum róttæku aðgerðum þessara baráttu gjörnu íslendinga er það að ef olíufyrirtækin tapa á þessu þá hlýtur tapið að lenda einhverstaðar þar sem þau reina vinna það upp, þ.e.a.s í hærra olíuverði. Einnig eru þau að borga upp 2,5 miljarða skuld við ríkið sem á örugglega eftir að fara sömu leið.
Sem verður til þess að við skjótum okkur í fótinn.
það er hinsvegar lausn við þessu sem að padre vinur ykkar allra,(eða flestra), er með á þessu máli.
það var eitt minnihluta félag sem átti ekki þátt í þessum samkeppnis brotum og það var atlandsolía. þeir eru með stöðvar á bakkanum í hafnarfyrði og einhverstaðar í kópavogi.
Ég mæli með því að við verslum bara við þá. því þá erum við að slá tvær flugur í einu höggi. Þá erum hvorki að kaupa bensín né nauðsinjar af lögbrjótunum.
Guð skapaði mannin í sinni eigin mynd, við höfum endurgoldið honum greiðann.