Ég er með lausnina á verkfallinu:

Kennarar skulu fá árangurstengd laun, þannig að þeir fá borgað eftir því hvernig nemendum gengur undir þeirra handleiðslu. Þrátt fyrir marga ókosti þá hefur þetta kerfi nokkra kosti.

1. Nemendur sem þurfa á meiri aðstoð kennara en aðrir nemendur verða ekki skildir útundan eins og raunin er oft núna. (veit af eigin reynslu)

2. Kennarar sem kunna ekki að kenna fara kannski að vinna við eitthvað annað sem hentar þeim betur

3. Kennarar reyna eftir bestu getu að læra meira um námsefnið sem þeir eru að kenna krökkunum (ég var með kennara sem gat ekki talað ensku frekar en Arnold Schwarzenegger)

4. Ef þeir fá lág laun leggja þeir sig kannski meira fram

Ég veit vel að 150þús kall er ekki mikill peningur eftir 3ja ára háskólanám en ef kennarar eru svona langskólagengnir þá ættu þeir að sjá að sveitarfélögin GETA EKKI borgað þeim meira.

Góðar stundi