Það má greinilega ná sér í efni, horfa/spila, á meðan maður dreifir því ekki. Í það minnsta er það skilningur minn á þeim reglum sem um þetta fjalla.

En getur hugsanlega verið, að ef maður tilkynnir aðilanum sem er að ná í efnið frá sér, að hann megi ekki ná í efnið, né horfa á eða spila. Eða jafnvel segja honum að hann megi það, en bara í þeim tilgangi að kynna sér efnið og að ef honum lýst vel á það, þá skuli hann borga viðeigandi eiganda höfundarréttar gjald fyrir að halda efninu.

Bara spekúlera, en gaman ef einhver veit svarið.