Umræðan um gjöld á geisladiska er alltaf jafn skemmtileg…

Það friðar samvisku mína töluvert þegar að ég hleð niður tónlist og bíómyndum og brenni á disk, að Stef skuli leggja gjöld
á hvern einasta tóma geisladisk.

Að vísu þegar að svona diskur er fluttur inn þá eru vörugjöldin svona:
“8523.9001 – – Geisladiskar með allt að 2Gb minnisrýmd ……………… 10 %
8523.9002 – – Geisladiskar með 2Gb minnisrýmd eða meiri ……………… 10 %”

svo bætist við skattur sem rennur til STEFs eða:

2. “Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku hljóðs eingöngu skal gjaldið nema 35 kr.”
3. “Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku mynda, eftir atvikum ásamt hljóði, skal gjaldið nema 100 kr.”
4. “Gjöld skv. 2. og 3. tölul. eru miðuð við að lengd flutningstíma sé allt að 180 mínútur fyrir hluti til hljóðupptöku og allt að 240 mínútur fyrir hluti til myndupptöku. Sé flutningstími lengri hækkar gjaldið hlutfallslega sem því nemur.”
“Um innheimtu og endurúthlutun þessa gjalds er fjallað um í 4. og 5. mgr., en þar segir meðal annars að samtök höfundarréttarfélaga sjái um innheimtu og ráðstöfun þeirra.”

Eftir þetta bætist svo VSK-ur. þannig að mér finnst þetta vera slatti af gjöldum sem leggjast á diskana.

BTW.
Tók þessar uppl. Hérna og Hérna. Mæli með því að fólk kíki á þetta…

annars er ástæðan fyrir því að ég pósta þessu er sú hversu fáranleg þessi löggjöf er. Þetta er svipað og að hafa skatt á hlutum til tómatræktunar vegna þess að það væri svo mikil rýrnun á tómötum í matvöruverslunum.

Heimskulegt dæmi… You get the point!