Ég verð að viðurkenna að ég kem ekki oft inn á Huga, en geri það stundum því mér finnst einstaklega gaman að láta í ljósi skoðanir mínar á öllum mögulegum hlutum …

En eitt er það þó sem fer alveg svakalega í pirritaugarnar mínar, það er þegar fólk er að setja út á eitthvað sem aðrir hafa skrifað, td stafsetningarvillur: Fólk, ef þið getið ekki lesið útúr vitlausri stafsetningu, látið það þá bara vera að vera að lesa yfir höfuð ! Í alvöru, krakkar sem eru að skrifa um skelfilegar lífsreynslur að þeirra mati eiga ekki að þurfa að sitja undir gagnrýni um stafsetningu og orðalag…

Oft má líka sjá svör við greinum eins og
“þetta er ömurlegt” og “til hvers varstu að gera þetta” og fleira í þeim dúr: Ef ykkur finnst annara manna skrif svona svakalega léleg, hvet ég ykkur eindregið til að skrifa eitthvað betra sjálf frekar en að gagnrýna aðra …

Og að lokum endilega setjið eins mikið og þið getið útá þennan þráð eða kork eða hvaðsvosem þetta dót heitir …

Oft ætti maður að líta fram hjá flísinni í auga náungans og reyna að ná bjálkanum úr sínu eigin auga, ekki satt ?!