Flest það fólk sem hefur flust til íslands hvortsemer á flótta undan hörmungum í heimalandi sínu eða öðrum ástæðum hefur reynst mjög vel. Flest þeirra eru duglegt fólk sem hefur tekist að koma sér sæmilega vel fyrir á Íslandi og hafa reynst fyrirmyndar borgarar. Innámeðal þessa fólks eru auðvitað einstaklingar sem eru örugstu aumingjar og glæpamenn sem enginn hefði saknað hefðu þeir aldrei látið sjá sig á Íslandi. Aumingja og glæpamenn má reyndar finna víðar.

Varðandi fólkið sem fæddist á Íslandi, íslenska kynstofninn, eru flest þeirra velgefið og duglegt fólk af bestu gerð. Á því eru samt margar undantekningar. Mjög gott dæmi um undantekningu á þessu er það fólk sem eru svo mikil lítilmenni að það eina jákvæða sem þeir finna í eigin fari er það að þeir skuli vera skyldir öllum hinum Íslendingunum. Þeir telja sig nú geta nýtt sér þennan skildleika og reyna að benda öllum hinum íslendingunum á að ástæðan fyrir því að þeir séu svona klárir og duglegir sé í raun kynþáttur þeirra frekar en eigin dygðir. Með þessu telja þeir (nasistarnir) sig vera búna að hefja sig uppí flokk með öllum duglegu og kláru Íslendingunum. Síðan verða þeir steinhissa þegar stór hluti Íslendinga, og þá oft þeir allra klárustu, fyrirlíta þá. Þó flestir vilji nú ekki segja það uppí opið geðið á þeim þá telja margir nasistana vera al verstu eintökin af íslenskum kynstofni.

Kveðja,
Sindri

PS. Í þessari grein geri ég ekki greinarmun á nasista og þjóðernissinna. Þósvo samkvæmt ströngustu túlkun á orðinu nasisti sé það socialisti með strangar þjóðernis skoðanir sem heldur uppi hatursáróðri gegn öðrum þjóðum. Ég held vart að meðlimir félags íslenskra þjóðernissinna hafi skinbragð til að skilja socialisma og ég hef ekki orðið var við socialískar skoðanir á heimasíðu þeirra.

PPS. Ég vil endilega benda mönnum á <a href="http://members.tripod.com/ag.flyg/skrif/razismi.html">þessa ágætu grein hér</a>.