Það er með eindæmum hvað Auður frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins hefur lítið fylgi, sé notuð reikniregla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, þe. að reikna út frá kosningabærum einstaklingum. Fylgi Auðar er ekki nema rétt rúm 12% alveg ótrúlega lélegt fylgi.

Hafa verður í huga að þessi frambjóðandi hafði einn öflugasta fjölmiðil á bakvið sig og “stærsta” stjórnmálaflokk landsins. Ólafur Ragnar beitti sér lítt í kosningabaráttunni, man varla eftir að hafa einu sinni séð frá honum auglýsingar, né heldur var hann úti á akrinum að smala atkvæði.

Lítil kjörsókn skýrist út af ýmsum atriðum eins og td. að nú er sumarið að ganga í garð. Sjálfur var á á leið suður til Reykjavíkur á föstudag og hef sjaldan séð aðra eins umferð úr bænum. Margir eru í sumarleyfum erlendis. Kjósendur Ólafs Ragnars hafa ekki óttast svo mjög um sinn mann og því ekki talið nauðsynlegt að fara í alla snúningana sem utankjörstaða kosning kostar.

Verður því ekki annað séð en að þessi 12% út frá reiknireglu Davís Oddssonar sé algjör rassskelling á hann sjálfan.

M.