Mér finnst sem veruleikinn hafi tínst… Trúlaus og steingeldur finnst mér hann vera.
Það sem áður fyrr var talið göfugt er nú sagt vera vitleysa einhverra trúarvitleysinga.
Og sé maður af Guði valinn er hann dæmdur geðveikur og settur á örorku bætur þar sem hann verður afskiptur af þeim sem ganga glötunarinnar veg… Eða niðurlægður og sviptur mann dóm með að komið er fram við hann sem aumingja. En muni ég rétt þá er það nú eitt sinn trúin sem hefur fært okkur á þann stað sem við erum í dag. Án trúar á framfarir og bætur samfélagsins sem Guð gefur einstaklingnum vissu um að sé rétt hefðum við þokast á ranga braut. Nú er svo komið að mannskepnan vill hverfa af þeirri braut sem hefur fært henni þau gæði sem hún hefur í höndum sér, að einskæru drambi og hroka. Þetta er sá dagur sem Kristur sá er hann réðist að borðum kaupmanna og velti þeim. Hann sá þann dag fyrir er veröldin væri spillt af græðgi og drambi sigurveranna á hlut þeirra er gæsku hafa. Stöðugt var mér talinn trú að ég væri óður eða geðveikur.
Allar mínar hugmyndir og hugsanir voru af þeim toga er heimurinn skilur ekki lengur.
En Guði sé lof fyrir að enn sé að finna skinsamt og gott fólk er hefur eira fyrir skinsemi og rökum. Læknir minn hefur nú fyrir þó nokkru tekið mig af lyfjum og hefur mér aldrei liðið betur. Fjölskildu minni til mikilar hneykslan vegna þess að þau hafa frá því að ég var barn barið mig niður og í raun svipt mig öllum mínum mannréttindum eins og það að hugsa, tala og fá að eiga samneiti við annað fólk. Og ef að ég reyndi að hafa samneiti við einhverra ættingja minna var ég ekki virtur né gefinn sá heiður sem ég á skilið sem mannvera og þá vegna þess að ég var talin óeðlilegur. Í mínum augum horfir öðruvísi við vegna þess að ég sé bara dauðar sálir. Er hafa sóað lífinu til einskis og barið niður sjálfstæði barna sinna. Svona er þetta víðsvegar. Ef skilning skortir hjá fólki dæmir það hugmyndir sem er að ölluleiti góðar vegna þrælslindi. Mér persónulega myndi sem stjórnmála maður ekki treysta slíkum kjósendum.