Þetta er nú bara fáránlegt. Forseti Íslands var ekki kjörinn til þess að taka stjórnmálalegar ákvarðanir. Til hvers er Alþingi þá??? Það er þingræði í þessu landi. Þessi ákvörðun Ólafs er ekki það besta fyrir hagsmuni Íslands. Þarna er Ólafur að næla sér í nokkur aukaatkvæði frá fólki sem hefur ekki kynnt sér frumvarpið nægilega. Könnun leiddi í ljós að aðeins 1/3 þjóðarinnar hafi kynnt sér frumvarpið nægilega vel og svo eru 80 prósent á móti því!!! þessi p´rósentufjöldi er á móti því af því að fjölmiðlarnir segja að það sé slæmt. ég held að ekki margir hérna inni viti hvað felist í því að eiga á milli 80 prósent af öllum fjölmiðlum og öllum verlsunum á landinu. Það getur ekki verið að einhversstaðar í öllum þessum verslunum, hlýtur að vera einhver hringamyndun. Og í þessum fjölmiðlum og ljósvakamiðlum hlýtur að vera óhlutstæður fréttaflutningur. Og talandi um óhlutstæðan fréttaflurning þá langar mig að tala um 70 mínútur. Ef einhver fylgdist með þeim þáttum þegar Fjölmiðlafrumvarpið var hvað mest í umræðunni, þá voru þessir menn að segja að þeir gætu verið reknir ef frumvarpið væri samþykkt, án þess þó að hafa nein rök fyrir því. Þeir klæddust meira að segja bolum með ýmsum “skemmtilegum” frösum en sögðu þó ekkert hvað frumvarpið væri um. Þess vegna vil ég biðja þá fáu hérna sem hafa kosningarétt að kynna sér frumvarpið áður en þeir setjast að kjörborðinu og kjósa það sem þeim finnst rétt, en ekki það sem fjölmiðlunum finnst.