Í gær þá skrifaði ég nokkuð ítarlega grein um hann Hr Ólaf R Grímsson, þar sem ég velti fram ýmsum vangaveltum og pælingum um hann og tengsl hans við Norðurljós og Baug.

Eftir að greinin hafði verið í gangi í smá tíma voru komin allnokkur svör og skemtileg umræða í gang og þar sem ég vinn á nóttinni fór ég bara að hátta og ætlaði mér að tékka betur á þessu þegar ég vaknaði.

Ekki fór það nú betur en svo að þegar ég loks vaknaði þá var greinin horfin og kominn texti hérna við hliðina sem segir að bilun í búnaði hafi orðið til þess að alla greinar sem komu inn eftir klukkann 05 hefðu þurkast út.


Nú spyr ég…..

Var greinin kanski fjarlægð til að koma í veg fyrir að fólk sæi sannleikann?

Var þarna Norðurljósabatteríið komið með puttana í vefstjóra huga.is og skipaði honum að fjarlægja greinina því hún gæti skaðað forsetakosningabarráttu Hr Ólafs?

Ég man ekki eftir því að þetta hafi komið nokkru sinnum áður fyrir, áhugavert að það skuli gerast akkúrat þegar gagnrýnisgrein á Hr Ólaf skuli vera skrifuð.

Hvað heldur þú?

Er hugi.is enn eitt dæmið í norðurljósa batteríinu?
ibbets úber alles!!!