Ég hef eins og fleiri verið að spá í hvort hið umdeilda mál, sem er að sprengja allt í loft upp á þingi, fari nú í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég bara veit svei mér ekki, ef svo færi þá myndi það kosta ríkið svakalegan pening, málið færi frá forseta, yfir til forsætisráðherra og þá loks dómsmálaráðherra en þetta tekur slatta tíma svo minna sé sagt.

Ísland er bara svo lítið pleis að það eru allir með puttana eitthvað í þessu máli eða þekkja þá einhvern annan sem á einhvjera hagsmuni að gæta. Ólafur getur nú lítið gert í annað en að dansa í strengjum eins og brúða, en þess má geta að Siggi Guðjóns sem er framkvæmdastjóri Norðurljósa er einmitt kosningastjóri Ólafs og ég efa að Siggi myndi nú leyfa Ólafi að hleypa frumvarpinu í gegn (þ.e. ef forseti vor ræður nú einhverju því nú er það einnig í brennidepli). Fyrir utan hvað þeir þekkjast vel, enda skyldir og bestu vinir líka, þá ræður Siggi öllu varðandi auglýsingar á Ólafi í komandi forsetakosningum í sumar í ljósvakamiðlum Norðurljósa. Auðvitað spilar Siggi út þessu mótspili þegar frumvarpið er nú í hæstu hæðum, enda mikið í húfi hjá Sigga og mönnum hjá Norðurljósum.
Og talandi um tengsl Ólafs við Norðurljós, þá þekkir hann auðvitað einhvern sem vinnur hjá því fyrirtæki en það er önnur dóttir hans, Dalla. Og þetta er maður að hafa eftir Davíði Oddsyni sjálfum sem þuldi þetta upp og fleira eins og um væri að ræða mataruppskrift.
Af hverju fór Ólafur annars ekki í giftinguna í Danmörku í dag (14.5)? Það var nú einfaldlega vegna þess að hann þorði því ekki vegna hræðslu yfir því að frumvarpið yrði nú afgreitt á meðan hann væri úti, allavega myndi maður halda það en hann ætti nú manna best að vita að frumvarpið á eftir að fara í gegnum 3, umræðu og þá 4, og þá erum við að tala um a.m.k. 2 vikur ef það yrði þá samþykkt. Í þess stað sendir hann Dorrit blessuðu rakleiðis frá Mexíkó yfir til Danmerkur sem fulltrúa Íslands.
Þá er Ólafur ekkert einn um að þekkja einhvern sem vinnur hjá Norðurljósum eins og svo margir það eru sem þar vinna, eða hátt í 3 þús. manns. Þá nægir að nefna stóru hringamyndunina sem umlykur Baug, Norðurljós og Samfylkinguna en Ingibjörg var einmitt kölluð erlendis frá til að taka þátt fyrir þeirra hönd, en maðurinn hennar vinnur einmitt hjá Norðurljósum.
Þannig að það er skiljanlegt hvað málið vekur mikla umræðu á þingi, meira segja er talað um að þingið muni hreinlega leyast upp ef frumvarpið nær svo í gegn; svo heit er umræðan. Hvort það reynist kæmi þá bara í ljós.

En annars verður forvitnilegt að sjá hvernig málin eiga nú eftir að þróast. Kommentið endilega ef þið hafið eitthvað að segja eða við að bæta.

kveðja,
JJ
-axuz