Brutu lög með því að hafa Europris-verslun opna á hvítasunnudegi

Þrír stjórnendur Léttkaupa ehf., voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á lögum um helgidagafrið fyrir að hafa staðið fyrir því að verslunin Europris við Skútuvog í Reykjavík var opin á hvítasunnudag í júní á síðasta ári. Verslunin var opin frá því klukkan ellefu um morguninn og þar til lögregla skarst í leikinn klukkan 17.
Í dómnum segir að brotið þyki smávægilegt og því sé rétt að fresta ákvörðun refsingar í eitt ár frá birtingu dómsins en refsing fellur niður haldi mennirnir þrír skilorð.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1078228


Ég er nú aldeilis feginn að skattpeningarnir mínir fari í að halda svona glæpalýð á mottuni..

En að öllu gamni sleppt, hvað finnst mönnum um þessi lög ?
Er þetta ekki óviðeigandi þegar Ísland er að sögn, trúfrjálst land ?