Metsölubókin Falið vald hefur verið ófánleg í 20 ár. Nú er hægt að lesa hana (ásamt fleira efni) á nýrri íslenskri vefsíðu, www.vald.org

Sjónvarpsfjölskyldur nútímans eru byrjaðar að trúa að allir hlutir gerist sjálkrafa, en eins og sjálfur Franklin Roosevelt benti á þá gerist ekkert í pólitík sem ekki hefur áður verið skipulagt. Áróðursmeistarar alþjóðlegra banka og risafyrirtækja hafa unnið slíkt meistaralegt verk að flest umræða um efnahagsmál hefur snúist á haus. Hér er dæmi.

Á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar vann þorri fólks í Vesur-Evrópu 60 stunda vinnuviku. Með tilkomu betri tækni og vélvæðingar var hægt að stytta vinnuvikuna í 40 stundir upp úr 1960 - og hækka kaupið um leið. Ef hlutirnir hefðu þróast á eðlilegan máta þá hefði miklu meiri sjálfnvikni og þúsund sinnum betri tölvutækni orðið til þess að stytta vinnuvikuna enn meira og bæta kaupið frekar. En baktjaldamenn (sjá Falið vald) höfðu annað í huga og byrjuðu að flytja fjármagn og framleiðslu til staða þar sem vinnustaðir eru oftar en ekki þrælabúðir og menn hika ekki við að eitra umhverfið. Nú er umræðan um þessa dapurlegu stöðu mála orðin svo öfugsnúin að það t.d. talað er um að Þjóðverjar taki sér of löng frí og fái of há eftirlaun!

Er ekki mál að vakna af þyrnirósarsvefninum?