Núna er Tatre fyrirtækið að fara á hausinn.
Það er búið að vera gerast í langan tíma og menn ekki séð að neitt annað gæti gerst.

Ætli ríkið láti það gerast? Eða eru þeir að fara kaupa fyrirtækið og reka TATRE kerfið sjálfir. Lögreglan, strætó og fleiri eru að nota kerfið og gætu ekki starfað án þess, og þá sérstaklega lögreglan.

Án tetra kerfisins mundu öll samskipti falla niður, menn væru aleinir þegar þeir væru á bílunum og öll samskipti mundi hrynja niður… Nema þeir nýttu sér gemsana sína :D

Síðastliðið ár hefur uppihaldi á tetra kerfinu verið niðri, eina ástæðan fyrir velgengni þess er að stöðvarnar reka sig að mestu sjálfar. Lítið þarf að sinna þeim og þó ein detti niður þá virka hinar fínt.
En vegna lélegs viðhalds hefur Ísland dregist vel aftur úr nágrannalöndunum.

Núna er kominn tími til að skera á ellilífeyri Stjórnarinnar og kaupa upp þetta kerfi og nýta það eins og hægt er.

Byggja gott kerfi sem gæti bjargað mannslífum.