Skrifað eftir að hafa lesið www.kaffisterkt.blogspot.com þann 6. febrúar.

Þar ritar Ljenzherrann af kaffisterkt um ýmsar þær vörur sem
hafa stimplana “By appointment to her Majesty the Queen”. Þetta hlýtur að þykja mikill gæðastimpill og eftirsóknarvert fyrir menn að fá vörur sínar þannig vottaðar að sjálfri drottningunni þykji þetta nógu gott fyrir sig.

Ljenzherrann segist ætið hafa haft gaman af því að fylgjast með þessum stimplum og leggur sig í líma við að brúka sömu hluti, honum hafi hinsvegar þótt kasta tólfunum er hann fann þennan stimpil á klósettpappírspakka.

Hversu langt er hægt að ganga í svona löguðu, munu koma á markaðinn afar öflug hægðatregðulyf eða jafnvel stinningarlyf með þessum sama stimpli?

Eins þætti mér nú gaman ef að forsetinn okkar tæki upp á þessu. Ef að utan á til dæmis krukku af ömmusultu stæði “Ólafur Ragnar hámar í sig svona sultu”.

“Ólafur Ragnar borðar ekkert nema Þykkvabæjarkartöflur”

Og svo mætti lengi telja..
Og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.