Inngangur:

Í þessari ritgerð mun ég fjalla um fíkniefni, en þau hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks sem notar þau. Ég mun skrifa um, hvað eru fíkniefni og hvernig þau skaða neytendur og fjölskyldur þeirra. Getur fólk látist af neyslu þeirra? Einnig taka dæmi um tvö algeng fíkniefni, róandi og örvandi og áhrif þeirra.


Hvað eru fíkniefni?
Fíkniefni eru efni sem breyta ástandi miðtaugakerfisins. Sú breyting sem verður við notkun þeirra kallast víma. Víman breytir hugarástandi fólks, dómgreind skekkist, líðanin breytist og oft í gervivellíðan sem neytandinn upplifir sem góða í byrjun. Hegðun breytist, getur leyst úr læðingi þunglyndi, sjóntruflanir og jafnvel endað með sjálfsvígi. Miðtaugakerfið, það er mænan og heili stjórna dómgreindinni, sjón, hegðun og hvernig okkur líður. Hvort við upplifum okkur róleg eða æst.

Það eru til margar tegundir af fíkniefnum og öðrum ávanabindandi efnum. Sum efnin róa fólk en önnur eru örvandi og fólk missir þá oft stjórn á skapi sínu og lífi.

Í sumum löndum er neysla fíkniefni lögleg. Til dæmis í lækningaskyni við krabbameinssjúklinga og aðra sjúklinga sem eru mjög kvaldir af sársauka og t.d. kannabis þá notað sem deyfingarmeðal. Lögleiðing fíkniefna hefur þó alltaf verið umdeild. Í Amsterdam eru t.d. hassreykingar leyfðar. Kannski er lögreglan búin að gefast upp og einbeitir sér að sterkari efnunum. Fíkniefnaneysla er samfélagsvandamál sem dregur marga til dauða og sumir enda á geðdeildum og þessir neytendur verða óvirkir og leggja lítið til samfélagsins. Fíkniefnaneysla skemmir ekki bara neytandann heldur hefur hún líka áhrif á líðan fjölskyldu og vina.


Skaðsemi fíkniefna andlega og líkamlega:
Fíkniefni eyðileggja sum líffæri okkar t.d. lungun. “Þótt kannabisefna sé aðeins neytt í skamman tíma valda þau skemmdum á lungum ungs fólks.” (Tilv. Mbl. 6. des. 2003). Lifrabólga B og C herjar á fíkniefnaneytendur, en lifrabólga C smitast aðallega í gegnum notaðar sprautunálar, eins alnæmi við blóðblöndun.

Þau eru mörg fíkniefnin sem geta valdið tímabundinni og stundum varanlegri geðsýki og persónubreytingum. Sum efnin geta truflað hugsunarháttinn svo mikið að fólk heldur að það geti gengið í loftinu eða flogið. Þannig skynvilluefni geta orsakað að neytandinn fer upp á efstu hæð í blokk og hoppar niður og deyr. Þannig verður fólk hættulegt sjálfum sér og einnig öðrum. Fíkniefni valda langtímaskaða sem kemur fram í áhugaleysi á námi og vinnu, kvíða og ofbeldishneigð.

Munur á róandi og örvandi fíkniefnum:
Kannabisefni brenglar hugsunarháttinn en það er talið til róandi fíkniefna. Neytandinn fær skyntruflanir, ruglast á tíma og fjarlægðarskynið breytist. Verður dofinn andlega og líkamlega. Líkaminn getur ekki losað sig við efnið fyrr en eftir nokkrar vikur. Kannabis hefur í för með sér eins og önnur fíkniefni, langtímaheilaskaða og sest í fituvefi líkamans og einnig í vefi heilans. Veldur því bæði lang- og skammtímaminnisleysi neytandans og er það varanlegt tjón fyrir neytandann sem hann gerir sér ekki sjálfur grein fyrir. Í því fellst m.a. skemmdin sem efnið veldur. Unglingar sem byrja að nota kannabis missa áhugann á námi, tómstundum og eðlilegu lífi. Þau einangrast oft og leita síðar í sterkari efni sem eru örvandi til að komast úr þunglyndinu og kynnast þá nýjum slæmum félagsskap.

Amfetamín er mjög hættulegt örvandi efni og er jafn vanabindandi og kannabis. Neytandinn á erfitt með svefn, talar mjög hratt og mikið úr samhengi. Verður tímalaus og getur orðið ofbeldishneigður. Við stærri skammta aukast líkurnar á höfuðverk og uppköstum ásamt óreglulegum hjartslætti, sem getur leitt til dauða. Amfetamínneytendur geta dáið úr heilablæðingu, hjartaslagi og krampa. Neyslan hefur í för með sér vöðvarýrnun og líkamshiti neytandans verður hærri. Langvinnar heilaskemmdir koma í ljós eins og minnisleysi, rugl-frásagnir og geta endað í alvarlegri geðveiki. “Fíkniefnaneytandi reynir að leysa öll vandamál með aukinni neyslu. Hann flýr því vandann frekar en að gera eitthvað í sínum málum eða breyta kringumstæðum sínum.” (Tilv. Jafningjafræðslan, bæklingur.)


Samantekt:
Ofneysla áfengis og annarra fíkniefna hefur á síðustu árum og áratugum orðið sífellt meira og alvarlegra vandamál í þjóðfélaginu okkar. Vandamálið við vímuna hefur ekki bara áhrif á neytandann heldur líka á umhverfið, t.d. glæpi til að fjármagna neysluna. Neytandinn veldur líka fjölskyldu sinni vanlíðan og sorg, því ekki er hægt að treysta neytandanum. Fíkilinn hefur vímuna alltaf í fyrsta sæti og bregst því ekki bara sjálfum sér heldur líka fjölskyldu sinni. Fíkniefnaneytendur eru slæmir uppalendur og vondar fyrirmyndir. Mörg börn á Íslandi þurfa að alast upp við slíkar aðstæður og hafa því mjög slæma fyrirmynd. Þau fara annað hvort að prufa fíkniefni sjálf eins og foreldrarnir eða halda sig alveg frá þeim.

Best er að koma aldrei nálægt neinum vímugjöfum. Við höfum alltaf val, og velja að vera í góðum félagsskap og styrkja sjálfsímyndina. Lifa heilbrigðu lífi og taka afstöðu og segja “nei takk.”



























Heimildir: Bæklingur Jafningjafræðslunnar
Morgunblaðið 6. des. 2003.



Þetta þessiu grein var eftir vin minn sem er ekki með huga og bað hann mig að senda þessa grein hingað
SUuup