Mér fannst þessi grein passa best á Deiglu áhugamálið þar sem að þetta eru ansi pólítískir bolir.

Jón Sigurðsson er sjálfstæðishetja okkar Íslendinga.
Með hugsjónina að vopni tókst honum að frelsa þjóðina undan aldalöngu ofríki Dana. Núna loksins gefst okkur tækifæri til þess að heiðra minningu hans í okkar daglega lífi.

Þessir bolir eru ætlaðir öllum, sama hvaða stjórnmálastefnu þeir aðhyllast. Hver og einn getur haft sína ástæðu fyrir að vilja ganga í bol með mynd af þjóðarhetju Íslendinga. Og hver og einn hefur rétt til þess.

Bolirnir eru með mynd af Jóni Sigurðssyni framan á í anda Che Guevara bolanna.
Og aftan á þeim stendur þessi fleyga setning sem að stóð á silfursveig sem Íslendingar í Kaupmannahöfn settu á kistu hans. En hún segir„Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“.

Ég held að allir geti gengið í svona bol með stolti.
Einnig held ég að þetta gæti verið soldið sniðug jólagjöf.

Kíkið á síðuna www.freewebs.com/jon-sigurdsson-bolir eða sendið mér skilaboð ef að þið hafið áhuga.