Við mótmælendur viljum fá haldbær rök frá STEF afhverju þeir eigi að fá þennan skatt en ekki aðrir framleiðendur efnis sem skrifað er á geisladiska. Ég vil líka hvetja til þess að undirskrifarlistinn verði skoðaður vel áður en hann verður sendur inn til þess að ekki verði hægt að halda uppi rökstuðningi gegn honum. Til að fólk taki mark á málstað okkar þá þurfum við að forðast allan ofsa og dæma ekki tónlistarmenn of mikið við höfum ekki heyrt þeirra viðhorf heldur bara viðhorf þeirra sem eiga sér sæti hjá STEF. HVAR ERU FORSVARSMENN STEF, HVAR ERU RÖKIN. Magnús Kjartansson kom fram í sjónvarpinu í gær en gleymdi alveg að færa rök fyrir málstað tónlistarmanna.
EF ENGIN HALDBÆR RÖK ÞÁ ENGIN GJÖLD.
