Já, í kveld þá kveikti ég á sjónvarpinu og ætlaði að standa í
smá fréttaglápi. Og eins og í gær, er alveg ofsalega vönduð
frétt um Kennedy. Reyndar var önnur svona frétt í gær. Eins á
þessu tímabili á hverju einasta ári.

Þið eruð kannski að hugsa núna hvert ég er að fara, ég er
eiginlega að fara þangað að ríkissjónvarpið er að gera
ótrúlega stóran fíl úr ketti.

Á sínum tíma var það náttúrulega mikið áfall og allt þetta
þegar Kennedy var drepinn. En þegar Ríkissjónvarpið er að
setja út minningar grein um mannin í tvo daga, sem að er ekki
íslenskur! Má ég þá frekar biðja um Haldór K. Laxness!

Það var eitthvað viðtal við einhverja konuna um að hún hefði
verið hálfgrátandi þegar hún var að skrifa fréttina (vann hjá
mogganum).

En afhverju, afhverju er til maður sem að á það skilið að fá á
hverju einasta ári einhverja svona stóra minningargrein?

Svarið lesandi góður, er sá maður er ekki til!

Kennedy var merkismaður, en það þarf ekki alveg að fara út í
öfgar!

Jæja, ég er búnað koma mestu mínu á framfæri hér, vona
bara að þetta verði samþykkt.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi