“Klukkan 5:09 í morgun barst lögreglu í Hafnarfirði tilkynning um vopnað rán í verslun 10-11 við Staðarberg í Hafnarfirði. Ræningjans, sem kom einn inn í verslunina vopnaður hnífi, er nú leitað. Fjárhæðin, sem rænt var, er óveruleg. Allir þeir er telja sig geta gefið lögreglu upplýsingar, er tengjast máli þessu, eru beðnir um að hafa samband í síma 525 3300, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Hafnarfirði.”

Ég tók þetta af mbl.is, það sem ég er að pæla er hvað varð um næturvörðinn sem var mikið auglýstur þegar opnuntaríma sumra 10-11 búða var breytt og þær opnar allar sólarhringinn ?

Síðan er spurning (það kemur svo lítið fram í þessari grein) hvort að maðurinn hafi hulið andlitið á sér eða gert sama og einn þeirra sem hafa verið að ræna Sparisjóð Hafnarfjarðar á þessu ári og komið inn og ekkert hulið andlit sitt.

Því að þá pælir maður hvernig það er með þær myndavélar sem eru þarna og af hverju er ekki einhvers konar neyðarhnappur á hverjum kassa sem starfsmenn geta ýtt á og lögreglan þá komið undireins og hugsanlega náð ræningjanum.