
Skattar á tónlistarmenn
Með þessari skattaálagningu á geisladiska o.f.l. geta flest allir tónlistarmenn hlegið hálfu hljóði og huxað “ekki nóg með það að við fáum þennan pening fyrir óbrennda diska o.f.l. því ekki borgum við ekki skatta fyrir spilamennsku yfir höfuð. T.d. þegar við spilum á sveitaböllum”. Ég veit að sumir tónlistarmenn borga sína skatta og skyldur(en það er ekki mikið)þannig að STEF hefur haft Ríkisstjórnina að fífli(og ekki í fyrsta skipti),hver man ekki eftir skattinum þegar hárgreiðslustofur þurftu að greiða STEF gjöld.Svona yfirgangur gengur ekki öllu lengur, góðir Íslendingar ég mæli með því að við söfnumst fyrir framan Alþingishúsið í vikunni og mótmælum þessu.