Samkvæmt nýjustu fréttum hefur DV verið úrskurðað gjaldþrota. Án þess að ætla eitthvað að ræða þreifingar um innkomu Fréttablaðsins o.s.frv. þá hljóta blaðamenn að hafa eitthvað fram að færa á þessum vettvangi um þessi tíðindi. Verður ekki að byrja á því að segja að um sorgardag sé að ræða í íslenskri blaðamennsku?

Talað er um að úrskurða DV gjaldþrota og þá mun Jón Ásgeir koma og kaupa það á lágum “Prís”. Það má EKKI gerast því allir vita hvernig hann notar fréttablaðið…..

Eftir að Fréttablaðið kom hefur fjölmiðlamarkaðurinn gjörbreyst til hins vonda ef svo má að orði komast. Enginn hélt að fréttblaðið myndi komast svona “langt” í bransanum og þeir hjá fréttablaðinu ætluðu ekkert að vera svona stórir.

Vonandi verður hægt að redda DV einhvern veginn.