Í fyrra þurftum við að skila einhverju um stríðið ég kaus að gera stutta ritgerð og hér kemur hún:

Stríð. Mér finnst hræðilegt að þegar við sitjum hér eða erum að gera eitthvað er hundruðu manna slasað, dáið eða hefur misst heimilið sitt úti í Írak.
Stríðið byrjaði með því að Bandaríkjamenn og Betar réðust inn í Írak en hvers vegna. Ég held að þetta hafi byrjað 11. september að Bamdaríkjamenn hafi verið svo hræddir eftir að flogið hafi verið á turnana að þeir réðust inn í Írak vegna þess að þeir áttu einhver gjöreyðingarvopn og finna ýmsar afsakanir út að því.
Ein og sönn afsökunin var að taka Saddam Hussein frá völdum og koma nýrri stjórn á vegna þess að hann pynntaði fólk og drap vegna þess að það var á móti skoðunum hans.
En ég ætla líka að tala um afleyðingar stríðsins.
Hvernig væri það að allt í einu kæmi í fréttunum að yfirvofandi stríð væri í nánd. Þá myndi þú og fjölskyldan pakka öllu sem kæmist í bílinn og ætla til Húsavíkur eða eitthvert úr á land. Svo væru þið komin að Firðinum og allt í einu mynduð þið sjá að búið væri að sprengj húsið þitt og allir nágrannar þínir dánir.
Hvernig mundi þér líða?