Æ Gunni minn, maður bara nennir ekki að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur við þig. Það er ekki þess virði að vera að eyða orðum á þig. Skil ekki að ég skuli nenna því núna því það er alveg sama hvað ég segi, þú skilur það samt ekki.
Þú varst ekkert bannaður fyrir að halda því fram að rítalín væri ávanabindandi lyf, það var enginn að mótmæla því. Þú hins vegar hélst fast við þá skoðun að þetta væri sljóvgandi lyf, sem það er ekki, þrátt fyrir að fá mörg svör og mörg rök. Sýnir bara best hvað þú rangtúlkar allt sem er sagt við þig. Ástæðan fyrir því að þú fékkst tímabundið bann var einfaldlega sú að fólk fékk nóg af þessu bulli í þér. Það þýðir ekkert að koma með nein rök handa þér, þú bara lokar augum og eyrum fyrir þeim og heldur bara áfram að trúa því sem þú vilt. Þú tekur hlutina gjörsamlega úr samhengi og notar bara það sem hentar þér. Þú átt í alvöru við vandamál að stríða.
P.S. Er morfín ekki þá alveg hræðilega hættulegt lyf? Það er ávanabindandi og mikið eftirsótt af fíklum og dópsölum sem geta sko alldeilis grætt á því ef þeir komast yfir það. Eigum við þá ekki bara að hætta að nota þetta sem verkjastillingu fyrir fólk með mikla verki, s.s. krabbameinssjúka, fólk sem kemur úr stórum aðgerðum o.s.frv.? Þetta er svo svakalega hættulegt. Og svo er það sljóvgandi í þokkabót… OMG! Kannski best að banna bara öll lyf, þau geta langflest haft einhverjar aukverkanir í för með sér.<br><br>Kveðja,
GlingGlo