Ég sá í fréttum í kvöld á RÚV að þar var fjallað um að Orkuveitan væri með jafnréttisstefnu og hefði veitt 6 stúlkum styrk til að fara í verknám, og var bætt við í þessari frétt að þetta væri í stefnu fyrirtækisins til að jafna út stjórnunarstöður innan fyrirtækisins.

Ég verð að segja að það er tvennt sem ég velti fyrir mér þegar ég heyri svona frétta, fyrsta er að hvort það sé í alvöru hugsunin bak við þetta að nokkra stúlkur nái að klára t.d rafiðnaðarnám, og þær fari svo beint í topp stöður hjá Orkuveitunni eftir það ? og t.d ekki að vinna sem rafvirkjar ?

Annað er að ef þetta er jafnréttisstefna, á þá ekki einnig að veita 6 strákum styrk til að fara í nám sem konur sækja í ? allavega sá ég ekki neitt í þessari frétt um að Orkuveitan hefði veitt 6 strákum styrk til að fara í nám sem sækir inn í störf sem konur eru ráðandi í.

Það er fjallað um þennan styrk á heimasíðu Iðnskólans www.ir.is