Mér finnst þessi mál nú ekki í nógu góðu lagi, þá er ég að tala um hvaða greinar eru samþykktar og hvaða ekki. Það er aðeins ein regla sem virðist vera gegnumgangandi, og það er að greinar sem eru minna en 1000 stafir eru ekki samþykktar. Gott og vel, það er svo sem ekkert að því að fara fram á lágmarkslengd. Hitt finnst mér skjóta skökku við, þar sem ritskoðun er viðhöfð yfirhöfuð, að greinum er sleppt í gegn sem eru augljóslega argasta rugl. Gott dæmi er einmitt Dægurmál, sem er nokkuð heitt áhugamál. Þar tekur að jafnaði viku fyrir grein að hverfa niður af aðalsíðunni, en samt er hleypt inn greinum sem ekki er heil brú í, og ýta þá niður greinum sem geta verið orð í tíma töluð og ekki útræddar. Svo er hitt, að ég hef orðið fyrir því m.a. að grein er hafnað á áhugamáli þar sem hefur ekki komið inn ný grein í meira en mánuð! Það er vissulega tilfellið að efnið var ekkert rosalega interessant fyrir það áhugamál, en það var allavega ekki eitthvað tuð út í eitt. Mér finnst eðlilegt að á áhugamálum sem er mjög lítið skrifað á séu adminar aðeins opnari fyrir því að samþykkja greinar, en öfugt á heitum áhugamálum séu þeir strangir á því að hleypa ekki inn einhverri tómri tjöru. Mér finnst menn hafa staðið sig sérlega illa einmitt hér á Dægurmál og undirflokkum, og þar sem hér er rætt um landsins gagn og nauðsynjar er bagalegt að áhugamálið sé undirlagt af steypu og tuði.

Góðar stundir!