Sælt veri fólkið.
Eftir að hafa hlustað á fréttir í kvöld um rafmangsleysið á Ítalíu fór ég að hugsa…….finnst ykkur ekkert grunsamlegt að hvert landið á eftir öðru verður fyrir rafmangsleysi og þá ekki einn bær eða hluti af einhverjum bæ heldur allt landið eða mjög stór hluti þess. Byrjaði í USA svo UK og svo heldur þetta áfram. Það eina sem mér dettur í hug er að þetta séu einhverskonar undirbúningsaðgerðir einhverra hryðjuverkasamtaka. Reyndar voru rök rafmagnsverkfræðingsins í fréttum RUV mjög sannfærandi, en ég held samt að það sé eitthvað annað á bak við þetta alltsaman. En það kemur náttúrulega bara í ljós seinna!