Ég hef nú skrifað grein um fjarmál unga fólksins en vil fá að bæta smá við.

Ég sá í kvöld í “Ísland í dag” þættinum umfjöllun um unga fólkið og fjármál þeirra, og einhvern bækling. Þá byrjaði ég að hugsa afhverju er ekki fjallað meira um þetta ? Afhverju er ekki sent fólk í framhaldsskóla reglulega með fundi um forvarnir gegn fjárhagsvandamálum ? Svipað og gert er með fíkniefni og kynsjúkdóma og fleira.

Það sem ég væri til í að sjá er hreinlega að koma með skyldufag í 10 bekk eina önn (seinni önnina þá) þar sem fjallað er mikið um fjármál unga fólksins svona rétt áður en þau hætta í grunnskóla og fara út í stóra heiminn. Mjög margir koma sér í vandræði einmitt á framhaldsskóla aldrinum svo það væri gott ef að allir á þeim aldri væru búnir að fara í svona fag.

Þá þarf auðvitað að hafa sér kennslubók fyrir þetta fag. Hún þarf ekkert að vera neitt stór, bara þunn bók sem fjallar um allt mikilvægasta og hvað fólk þarf að gera til þess að lifa venjulegu eða góðu lífi. Fá nemendur líka til þess að skrifa t.d. ritgerð um hvaða framtíðarplön þau hafa gert um fjárhag sinn.

Tækifærin eru svo rosalega mörg á Íslandi. En samt eins og margir átti sig bara allt í einu þegar þau eru 23 ára og eiga en þá heima hjá foreldrum sínum að þau eiga ekki krónu og skulda jafnvel mörg hundruð þúsund… á því tímabili sem byrjað er að ætlast til þess að þau flytji að heiman.

Við ættum öll að geta safnað inn á sparireikning allavega milljón þegar við erum búin að ljúka námi. Það er sorglegt hversu margir fara út á leigumarkað og berjast við að borga mánaðarlega pening sem að fjárfestist ekki í neinu, peningurinn hverfur og þau færast ekkert áfram í lífinu. Örugglega leiðinlegt að hugsa til baka að þau hefðu getað stofnað sparireikning í stað þess að eyða mörgum þúsundum hverja helgi á djamminu með kretitkortinu sínu. Já maður þarf að borga í íbúðinni en þá á maður allavega meira í henni í stað þess að brenna peninga á leigumarkaðnum.

Og það er ótrúlegt líka hvernig bankarnir bókstaflega reyna að blekkja ungt fólk í þennan skuldarhring… bankinn fær fullt af vöxtum og er alveg sama þó hann sé að eyðileggja ung líf.<br><br>______________________________________________________________________________________________

<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</