Eg er búinn að skrifa svo margar greinar um kommúnisma að ég ákvað að setja þetta bara á korkana.

Mér þykir það ansi skrýtið hversu oft ég heyri/les frá ýmsum m.a. hérna á deiglunni að “kommúnisminn er falleg hugsjón, en gengur aldrei upp” og lýsa því semsagt yfir í þessari setningu að það gerir sér ekki alveg grein fyrir hvað kommúnismi gengur út á.

Ég vil minna á að fyrir mig er kommúnismi, sósíalismi og marxismi sami hluturinn.

Þegar ég heyri þetta þá segi ég vanalega: “Marx var heldur ekki með einhverja hugmynd um hvernig ‘kommúnismi’ áttu að virka” Það sem Marx gerði var það að hann spáði fyrir um átök sem varð á milli verkalýðstéttarinnar og borgarastéttarinnar. Hann sagði bara um hvernig verkalýðstéttin átti að berjast á móti borgarastétinni og hvernig það þurfti alheimsbyltingu verkamanna til þess að koma á kommúnisma. Hvernig framleiðsluöflin áttu að skipta um hendur og ekki vera stjórnað af hagsmunum borgarastéttarinnar heldur hagsmunum verkalýðsins. Fyrir Marx átti kommúnisimi ekki að ganga upp, fyrir honum varkommúnimi óumflýjanleg baráttuvald gegn valdastéttinni!

Hinsvegar hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til þess að koma upp stjórnunarkerfi. Þessi srjórnarkerfi eru að mestu leiti ósvipað en snúast að mestu leiti um að flokkur eða hreyfing verður stofnuð sem mun vera stjórnað af fólkinu fyrir fólkið. ATH. þessi hugmynd um “flokkin” var þróuð af Lenín, ekki Marx.

Eftir vopnaða byltingu er aðeins fyrsta skrefið tekið, stjórnin á Kúbu kallar sig ennþá “blytingastjórn” (eins og í felst öllum öðrum byltingum, kommúnistiskum eða ekki). Fyrir þá er ennþá byltingarástand. Þeir eru ekki lengur að berjast á móti borgarastéttinni í sínu eigin landi heldur að vernda landið frá erlendum borgarastéttum sem eru sífellt að ráðast á þá (m.a. “Bay of Pigs”, viðskiptabannið, sprenging af skólum verksmiðjum og spítölum, njósnaflugvélar osf.). Fyrir þá mun ekki kommúnismi ganga upp fyrr en borgarastéttir annara landa lætur það vera eða ef alheimsbylting verður gerð (sem er kannski ekki eins líklegt)

Auðvitað gengur kommúnismi ekki upp svo lengi sem valdastéttir hér í heiminum vilja ekki að hann gangi upp!
<br><br><b><font color=“#000000”><a href="http://www.krizziuz.tk“>–krizzi–</a></font></b>

<i>”We were raised on television to believe
that we'd all be millionares, movie gods,
rock stars, but we won't. And we're
starting to figure that out."
-Tyler Durden (Fight Club)</i
N/A