Núna í þessum tikkuðu orðum eru þrír gæjar (og ein skvísa) að rökræða hvort að það sé verra þegar alþingismenn brjóta lögin heldur hinn almenni durgur. Mér finnst þetta óttalegt þvaður um ekki neitt. JÁ það er verra. Af hverju?
Ég er tölvukall. Það er það sem ég get, kann og vinn við. Tölvur. Það þýðir að tölvan mín er alltaf í lagi, og ég laga tölvur fyrir aðra af og til af því að ég er tölvukall.
Mamma mín vinnur í banka. Fjármálin hennar eru á hreinu. Hún kann og getur og vinnur við bankamál og peninga. Skuldabréf, húsbréf, yfirdrættir, vextir, verðbólga o.s.fr. er hluti af daglegum orðaforða hennar og hún veit hvað þetta þýðir og eru fjármálin hennar náttúrulega í samræmi við það.
Pabbi minn er bæði smiður og bókhaldari. Það er lítið af biluðum hlutum heima hjá honum og allt hans dóterí er í röð og reglu. Heimilisbókhaldið skothelt og mublurnar í fínu standi. Hann vinnur líka fyrir eitt af olíufélögunum. Hann er aldrei bensínlaus.
Amma mín var saumakona þegar hún vann. Hún á enda götótta sokka eða rifnar peysur.
Slökkviliðsmaður kveikir ekki í hlutum.
Tannlæknir er ekki með skemmdar tennur.
Sjáiði hvert ég er að fara með þetta?
Alþingismaður VINNUR við það að semja LÖG. Þá skal hann líka drullast til að fara eftir þeim! Ef hann getur, kann og vinnur við að semja lög, þá á allt sem hann gerir að vera löglegt, annars er hann í röngu starfi.
Þetta er mjööööög einfalt. Þess vegna er verra þegar alþingismaður brýtur lögin, hvort sem það er að svíkja sér fé, aka of hratt, aka próflaus, aka fullur eða bara að vera úti að aka á einhvern annan lagalegan hátt. Það sama gildir um löggur og jafnvel lögfræðinga (í útópíu amk).