Ég er kommúnisti og stoltur af því, en ég verð þó stundum fyrir skítkasti vegna þess. í hvert skipti sem einhver kemst að því að ég er kommi þá labbar hann að mér og segir “Gaur veistu ekki hvað Stalín gerði?” eða eitthvað í þá átt. Og jafnvel þó ég útskíri fyrir honum hugmyndafræði komúnisma þá segir hann ennþá “EN STALÍN VAR VONDUR !” Þetta hefur fólk lært af sjónvarpi, auðvitað var Stalín vondur og margir aðrir félagar hans hafa orðið blindi og hættir að sjá markmið sósaískrar hugsunnar. En ég vil meina að þetta sé Hollywood að kenna því þar kemur hver myndin út á fætur annarri með Abti-kommúnisma áróðri. Oft er þetta bara örlítil falin skilaboð t.d nýa Charlies Angels myndin, þar sem verið var að bjarga kana frá kommum í byrjun myndarinnar. Í Equelibrum sem er ný mynd með Christian Bales í aðalhlutverki er kommúnismi rakkaður niður. (legg til að þið horfið á hana og þá fattið þið hvað ég á við.) Besta dæmið er þó Animal Farm, og vitna margir þá mynd þegar þeir eru að rökræða við mig um þetta. Síðan eru þættir eins og The Agency þar sem oftar en ekki er C.I.A að bjarga heiminum frá Kommúnistum. Það eina sem nokkurn tíman er sýnt í myndunum eruvondu hlutirnir, sem mjög oft eru ýktir þó nokkuð. Safn mynda um Kapítalisma er þó nokkuð mikið og þá er oft sýnt fjölskildu í úthverfinu sem á 3 bíla hund og alles (Bara Ameríska drauminn) En þá er ekki sýnt barnaþræla í Indlandi sem sáu um að sauma fötin á börn Amerísku drauma barnana. Í kapítalíska drauminum þá er sagt “Þú getur orðið hvað sem þú vilt” en ekki er lesið smáa letrið, því eina leiðin til að einum gangi vel í kjapítalisma þarf einum að ganga illa.

ég berð að fara að hætta, það þarf annar að fara í tölvuna, vonandi byrti ég framhald seinna.
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”