Það er mikið talað um stækkun Laugardalsvallar núna, þar sem við eigum leik við Þjóðverja á laugardaginn og aðeins 2000 miðar fóru í almenna sölu á þennan skammarlega litla völl okkar. KSÍ segir að þeir hefðu getað selt auðveldlega amk 20000 miða á völlinn, það er því alveg ljóst að það verður að stækka völlinn strax. Það verður að færa stúkurnar að vellinum, þ.e. burt með hlaupadæmið og síðan loka norðan (laugardalslaugar) megin. Ég er ekki alveg viss en ég held það megi ekki byggja sunnan megin, s.s. loka hringnum vegna einhvers rugls frá UEFA.

En annað er alveg ljóst að það verður að leyfa bjór á vellinum. það skiptir ekki máli hvar þú ert í heiminum eða hversu ,,rík knattspyrnuhefð" er í landinu; það næst engin stemning án áfengis. Það er einfaldlega staðreynd. Ég fór til Færeyja þar sem áfengi var leyft og ég held að það hafi heyrst meira í þessum þrjú hundruð íslensku stuðningsmönnum sem voru á vellinum heldur en troðfullum Laugardalsvelli.

Síðan verður að lækka miðaverð ef það á að losna við þessa bankastjórastemningu sem einkennir heimaleiki okkar. Ég meina, 4500-5000 kr fyrir miðann. hugsið ykkur pabba sem tekur kannski þrjá syni sína með: 20.000 kall. Venjulegt fólk hefur ekki efni á þessu.

Sem sagt: stækkum völlinn, burt með hlaupadraslið, leyfum bjór og lækkum miðaverð; þá fyrst fáum við stemningu.