Ég var að lesa yfir að gamni mínu heimasíðu Hæstaréttar, þar rek ég augun í lista yfir dómara, þar sé ég að þar eru 6 karlmenn og aðeins tvær konur. Ég rek einnig augun í að nýlega hefur verið ráðin nýr dómari og sá dómsmálaráðherra um þá ráðningu, svo tók ég eftir karlmaður fékk starfið.
Ég verð að segja að ég er mjög forvitin um hvaða menntun og reynslu þessi karl hefur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég rek augun í afleiðingar „neikvæðrar" mismununar á vinnumarkaðnum sem má rekja til karlrembna og þeirra feðraveldis. Ég verð að segja að ég ætla mér að grafast fyrir um þetta mál, því ekki sé ég að það sé verið að gæta jafnréttis í starfsmannavali þar og tel ég það ekki tilviljun að þar séu 6 karlar við störf og giska á að dómsmálaráðherra sé pungrotta. Einnig tel ég þetta ágætis dæmi um hvernig stjórnendur karlar eru og má þá draga í efa að þeir séu betri stjórnendur en konur ef þeir svo augljóslega mismuna starfsfólki eftir kyni.