Síðastliðnar vikur og mánuði hafa streymt inn greinar hér á huga í kjölfar þess að femínistar hafa látið vel í sér heyra , mis málefnalegar eru þær og þær eru margar en flestar hafa verið í neikvæðari kantinum. Sumar greinar hafa verið mjög snjallar eins og grein sem GunniS gerði um jafnrétti og gagrýndi þar kvennréttindabaráttuna á jafnréttisgrundvelli. En síðasta grein fór allveg yfir strikið og er einhver ómálefnalegasta sem ég hef séð, renndi yfir hana og sá ekkert nema skítkast. Samkvæmt höfundnum eru allir femínistar fífl og heimskingar. Eru svona umræður eitthvað sem við viljum sjá hér á huga?

En hvað eru femínistar? jú, samtök kvenna sem berjast fyrir auknum réttinda kvenna. Ég ætla að vona að ég sé ekki einn af fáum sem finnst fáránlegt að konur skuli fá lægri laun fyrir sama starf og kallar vinna. Ég og femínastar gagnrýnum það sama, semsagt óréttlætið þótt þær vilji fara öðruvísi aðí og þær séu öfgafyllri og sumir féminstar vilji svolítið spes “jafnrétti”. En það sem ég geri er að bera virðingu fyrir þeirra baráttu, virði það sem þær gera og segja þótt ég sé ekki alltaf sammála þeim. En mig langar til að spyrja ykkur, hversvegna þið berjist svona gegn femínismanum? Ég er ekki búinn að sjá eina grein um samráð olíufélagan sem er búið að kosta landan marga milljarða, nema jú um að borgarstjórinn sé vanhæfur vegna hugsanlegrar þáttöku í meintu samráði. Ég hef ekki séð neinn taka upp hanskan fyrir litla manninum en fólk er alltaf tilbúið að hakka femínista í sig. Ég tek það fram að ég er oft mjög á móti því sem femínistar segja og sérstaklega þegar sumar konur eru kvennrembur í nafni femínismans, en eridda ekki svipað og mennirnir sem urðu einræðisherrar í nafni kommúnismans og dráðu og pyntuðu? Mér finnst gott og blessað að gangrýna femínisman og oft mjög gaman að lesa vel skrifaðar greinar en hatrið gegn honum skil ég ekki. Sleppum skítkastinu og ræðum málin eins og sæmilega þroskað fólk.

Kveðja.
Ekki femínistinn Frey