Ég var að lesa grein í Fréttablaðinu um heimilisleysi á Íslandi núna rétt í þessu. Þar var tekið viðtal við konu sem hefur, ásamt manni sínum, búið undir trjám síðastliðinn mánuð! Þetta hefur reynst þeim erfitt og hafa geitungar angrað þau eins og þið getið ímyndað ykkur. Hún sagði að það væri aðeins eitt heimili fyrir heimilislaust fólk og það væri ekki séns að komast að á því! Allt full!

Mér finnst þetta ótrúlegt að aðstæður hér séu það slæmar að fólk geti ekki einu sinni fengið þak yfir höfuðið! Væri nú ekki betra að byggja eins og 1 hús fyrir þetta aumingja fólk í staðinn fyrir að laga götur og drasl sem varla sér á! Þetta gerist alltaf og alltaf kemur sami vandi upp! Ekkert heimili! Maður verður bara pirraður af því að hugsa um þetta!