Sælir hugar!
Jæja núna er þörf á því enn og aftur að fara út í þessa “feminista”umræðu. Mig langaði bara mjög gjarnan að forvitnast aðeins um eitt. Þegar auglýsingar á vegum útvarpsrásarinnar X-ið voru í gangi og sýndu hluta af kvenlíkama var þessi mikil lifandis ósköp kvartað og kveinað. Á sama tíma var aldrei kvartað yfir sömu augl. sem sýndi karlmannslíkama. Ekki mikið hægt að tala um það núna þar sem þessar auglýsingar eru hvergi lengur í gangi (svo ég viti allavega). Það sem aftur á móti kemur mér hvað skemmtilegast á óvart er að konur sem þykjast vera að berjast fyrir jafnrétti kynjanna á hvaða grundvelli og forsendum sem er virðast hafa misst af mjög svo nýlegri auglýsingu á vegum Skífunnar þar sem verið er að auglýsa nýjan Pottþétt disk þeirra. Þar vill nú svo til að það er KARLMAÐUR sem verður fyrir niðurlægingu (ég veit samt sem áður að þessi auglýsing er djók en það hefði heyrst í feministum ef það hefði verið kona í því hlutverki þar sem verið var að niðurlægja og “berja” einstaklinginn)… Þessar línur hér á eftir eru teknar af vef “Femínistafélags Íslands” (stefnuskrá þeirra). Þar er talað um jafnrétti kynjanna í öllum formum …nota bene þessar línur (úr ÞEIRRA stefnuskrá og athugið svo hvort að þið hafið eitthvað heyrt um að “Femínistafélag Íslands” hafi mótmælt þessari auglýsingu á nokkurn hátt ;) … :

“Að vinna að jafnrétti kynjanna”,“Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi.”

Merkilegt nokk ekki satt? :) …ja…það má vel vera að þetta “Femínistafélag Íslands” sem berst fyrir jafnrétti “kynjanna” eigi eftir að mótmæla þessari auglýsingu en þangað til þá langar mig einfaldlega að spyrja að einu : Er þessi “jafnréttisbarátta” þeirra bara eftir hentisemi? :)

kv,
hYpe