Ég er ekki alveg viss hvort þessi grein eigi heima hér en…
Smá pæling takið þessu með fyrirvara klukkan er 01.41 og ég er búin að fá mér 2 tvöfalda víský (uuhhh viský tastes good…)

Þegar frelsi er tekið frá manni, þ.e. ef þú ferð í fangelsi, er ekki bara verið að taka frá þér frelsi heldur líka ábyrgð. Reikningarnir, fjölskylda og starfsferil, maður þarf ekki lengur að bera ábyrgð á eigin lífi, maður er fæddur, klæddur, sagt að fara að sofa maður gengur að einhverju leiti í barndóm. M.a. að því leiti að þú tekur engar ákvarðanir um eigið líf maður verður að gera eins og manni er sagt, hvenær maður fær að fara út, hvenær maður fær að fara í bað osfrv. Ábyrgð er svolítið sem margir ráða ekki við þar af leiðandi hlýtur það að vera eins konar náðun að losna undan ábyrgð, fyrir suma alla vega.
Ef maður fer í fangelsi hljóta væntingar þinna nánustu að minnka? Eða hvað? Ábyrgðalaus og áhyggjulaus, maður veit að maður hefur þak yfir höfuðið og ef maður er hlýðin fær maður að borða. Ef maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu hefur maður meiri tíma til að hugsa um tilveruna, sumir finna Guð aðrir skrifa bækur, lífið hlýtur að breytast þegar maður hefur 24 tíma til að spá í hver maður er. Hver ertu?
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman