Það er áberandi að flestir þeir sem eru að hlaupa upp til handa og fóta gegn “hervæðingu” Íslands hér á Huga virðast telja að hér yrði komið upp herskyldu.

Á hvaða forsendum er það byggt? Það er ekkert samasem merki á milli þess að land haldi út her og hafi herskyldu. Ég þori ekki að fara með hvernig staðan er í Evrópu í dag, en ef eitthvað er er herskylda á undanhaldi og sem betur fer.

Sem dæmi má taka að það er komið á þriðja áratug síðan USA lagði af herskyldu, Bretar hafa hana ekki í dag og hafa ekki verið hrifnir af henni sögulega. Hvað aðrar þjóðir varðar er ég ekki viss, fyrir utan sérstakar undantekningar á borð við Sviss og Ísrael.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Lamborghinis should be controversial - we have to have people who hate Lamborghinis.” - Giuseppe Greco, President of Automobili Lamborghini, Evo #016</i><br><h