Þeir sem sjá allt illt í tilvist olíufélaganna hafa mjög vafalaust gaman af þessari lesningu:

“Og að lokum má velta því fyrir sér hvort olíufélögin hafi sett upp of hátt verð og féflett viðskiptavini sína frá árinu 1993 þegar verðlagning olíu var loks gefin ”frjáls“ en þó með þeim hömlum og opinberu afskiptum sem áður var lýst. Á síðasta áratug, nánar tiltekið til ársins 1996, könnuðu fulltrúar Irving olíufélagsins aðstæður hér til sölu á eldsneytis. Það varð á endanum niðurstaða þeirra að reyna ekki fyrir sér á Íslandi þótt þeim væri boðin ágæt fyrirgreiðsla varðandi hafnaraðstöðu, birgðastöð og lóðir undir bensínstöðvar. Ef álagning olíufélaganna var óeðlilega há hefði mátt ætla að nýtt félag hefði séð sér færi hér á landi. Hvorki Irving né önnur félög gerðu það. Morgunblaðið hafði svo eftir Arthur Irving Jr. 26. janúar árið 2000 þegar umræða um hugsanlega komu Irving hingað til lands skaut aftur upp kollinum að hann sæi ekki nein viðskiptatækifæri á þessu sviði hér á landi. Íslenskir útvegsmenn reyndu fyrir sér með eigin olíuinnflutning fyrir nokkrum árum og fluttu til landsins einn farm af olíu en síðan ekki söguna meir. Ef menn gefa sér að olíufélögin hafi haft samráð um of hátt verð var það ekkert annað en boðskort til nýrra þátttakenda. Samráð um óeðlilegan hagnað býður augljóslega ný fyrirtæki velkomin til leiks. Á opnum markaði ættu ný fyrirtæki að sjá sér leik á borði ef verð er ”óeðlilega“ hátt.”
<a href="http://www.andriki.is/vt/2003/27072003.htm">http://www.andriki.is/vt/2003/27072003.htm</a>

Þegar rök og staðreyndir koma í stað slagorða og frasa, mínum skoðunum í hag, þá er gaman að lifa!<br><br><a href=“mailto:geirag@hi.is”>geirag@hi.is</a