Hérna mun ég koma með “Copy Paste” af frétt sem ég las á netinu.
Og þar kemur fram “Bætur” og fleirra.
En ég vill segja ykkur smá áður.
Rannsóknin bendir til þess að hnífstungurnar séu eftir tvo hnífa.
Vitni sáu tvo hermenn vera stinga hann.
Ok hér koma fréttirnar.
“Hnífstungumál: Ríkið bótaskylt að fullu
Íslenska ríkinu er skylt að bæta að fullu tjón piltsins sem varð fyrir hnífstunguárás í Hafnarstræti í síðasta mánuði, samkvæmt lögum frá 1943 auk ákvæða í varnarsamningi Bandaríkjanna og Íslands. Krafist er rúmra 3 miljóna króna skaðabóta. Aðalmeðferð málsins gæti hafist í ágúst og tæplega fjörutíu vitni verða kölluð til.



Pilturinn, sem er á 20. aldursári, á rétt á fullum skaðabótum úr ríkissjóði. Lög segja til um að í þeim tilvikum þar sem bandarískur hermaður valdi íslenskum ríkisborgara tjóni ábyrgist og greiði íslenska ríkið bætur. Lögum sem bótanefnd fer eftir var hins vegar breytt árið 1995 og hámark bótanna úr ríkissjóð lækkað. Hámark miskabóta er 600.000 en var áður 800.000 krónur. Hámark örorkubóta er 2,5 miljónir. Þetta eru ekki verðtryggðar tölur, öfugt við viðmiðunartölur í skaðabótalögum, og á það hafa menn deilt. Hefði ákærði verið Íslendingur þá greiddi hann brotaþola skaðabætur umfram þær upphæðir sem hámark bótanefndar setur svo framarlega sem hann sé borgunarmaður fyrir fénu. Í þessu tilfelli kemur íslenska ríkið í stað gerandans þ.e. varnarliðsmannsins.



Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í næstu viku. Þar verður leitað eftir afstöðu ákærða í málinu og ef hún liggur fyrir er ákveðið hvenær aðalmeðferð hefst. Hilmar Ingimundarson, réttargæslumaður brotaþola, telur þá meðferð geta hafist í næsta mánuði.



Varnarliðsmaðurinn var áður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú á grundvelli almannahagsmuna. Hann er úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. september ef gæsluvarðhald skyldi kalla, eins og Hilmar Ingimundarson tekur til orða. Hann talar um lausagæslu bæði á Litla-Hrauni og á varnarsvæðinu. Á Litla-Hrauni hafi varnarliðsmaðurinn mátt hringja, fá heimsóknir og skrifa bréf. Hilmar gerir því lítið úr málflutningi íslenskra yfirvalda sem hafa sakað Bandaríkjamenn um að fara ekki eftir fyrirmælum um gæsluvarðhald.



Piltinum sem varð fyrir árásinni þann 1. júní síðastliðinn, heilsast þokkalega. Erfitt er að segja til um hvenær örorkumat mun liggja fyrir en pilturinn hlaut fimm stungur með hnífi eða hnífum, í brjóst, kviðarhol og mjöðm.


Og ég vill spyrja ykkur?
Fynst ykkur 3 miljónir vera nóg?
Hann getur ekki farið fram á meira en 3 miljónir.
Og 3 miljónir fyrir fimm hnífstungur og sár í sál sem gróa aldrei.
Er það nóg?
Hvað getur hann gert við 3 miljónir?
Ef ég myndi fá 3 miljónir fyrir þetta þá myndi ég gerast “Sjálfsmorðshryðjuverkamaður” en það er bara ég.
Tjáið ykkur aðeins um þetta mál.
Alltaf gaman að sjá skoðanir annara.
<br><br>“Ég er bara reyna verða admin í cs og hermi því eftir Hugo”
“Með því að niðurlægja fólk fyrir framan alla”