Ég var að tala um í vinnuni við stelpu sem er að vinna hjá mömmu og pabba um Bandaríkin, Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson. þá rifjaðist upp fyrir mér hvað einn kennari sem kenndi mér sagði. Hann sagði að fyrir 50 árum var Íslandi boðið að vera “Bandaríki”. Þá ætluðu þeir að leggja alla þjóðvegi sem átti að leggja um landið og fleira. Ef Davíð og Halldór væru þá við stjórnvöld værum við farin á hausinn, samasem fátæk þjóð. Þetta eru svo miklar Kanasleikjur að það er ekki eðlilegt, bara Kanamellur ef einhver vill orða það þannig. Bandaríkjamenn höfðu gert svona samning við einhvað annað ríkí í Ameríku og það fór á hausinn, því þegar þeir þurftu ekki á vinnufólkinu þaðan að halda, ráku þeir það bara, og þetta varð að fátækri þjóð, ekkert bull, ég kann þessa sögu bara ekkert 100%. Þeir sem voru í stjórnini á þessum tíma hjá okkur neytuðu hins vegar því þetta hafði gerst. Ef Halldór og Davíð væru fyrir 50 árum hefðu þeir sagt já. Svo þegar Kananir þurfa ekki lengur á okkur að halda, þá bara er engin vinna í boði, við fátæk, bara útaf þessum 2 fíflum. Við værum væntanlega þróunarríki ef þetta hefði gerst!